þetta er dagurinn þinn með síkvikar bárur og sól, er sumarsins dýrð í glitrandi laufi fól, og vinhlýja blæinn veröldin björt er þín! þú ert vorsins barn og samt ertu stúlkan mín. Og það sem ég unni, allt er það komið frá þér. þú ert eins og fagurt lag í brjóstinu á mér það er eitthvað þar, sem ilmar og syngur og skín. þetta er yndisleg veröld og svo ertu stúlkan mín.